0
Hlutir Magn Verð

Almennt

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefnum skatabudin.is. Skilmálarnir, sem samþykktir eru með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Um öll þau kaup og viðskipti sem koma til með að eiga sér stað fyrir milligöngu skatabudin.is gilda þau landslög sem eiga við hverju sinni.

Kaupandi, samkvæmt skilmálum þessum, er einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu fyrir milligöngu skatabudin.is utan atvinnustarfsemi.

Seljandi, samkvæmt skilmálum þessum, er sá aðili sem selur þá vöru eða þjónustu sem um ræðir fyrir milligöngu skatabudin.is.

Skatabudin.is, sem rekið er af Skátabúinni ehf er söluaðili í þeim viðskiptum sem um ræðir. Skátabúðin ehf er til heimilis að Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, kennitala félagsins er 610514-1620.

Verslunarskilmálar

Með því að framkvæma viðskipti í gegnum skatabudin.is og staðfesta skilmála þessa með slíkum kaupum, skuldbindur Kaupandi sig til að kaupa ávísun á vöru eða þjónustu sem hann síðan framvísar til Seljanda. Kaupsamningur eða kvittun fyrir kaupum er send með tölvupósti til Kaupanda þegar greiðsla hefur borist til skatabudin.is.

Upplýsingar um vöru eða þjónustu í boði á skatabudin.is eru settar fram í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar frá Seljanda og ber Seljandi alla ábyrgð á gæðum vörunnar eða þjónustunnar.  Fáist vara eða þjónusta ekki afhend við afhendingu kvittunar vegna vanefnda Seljanda þá getur Kaupandi krafið Seljanda um endurgreiðslu. Ef gæði vörunnar eða þjónustunnar er ekki í samræmi við væntingar Kaupanda þá getur Kaupandi leitast úrbóta úr hendi Seljanda.

Þau verð sem koma fram á skatabudin.is eru með virðisaukaskatti og grundvallast alfarið á verðupplýsingum frá Seljanda.  Skatabudin.is er í einstaka tilfellum heimilt að breyta verði vöru eða þjónustu og þá aðeins til lækkunar. Skatabudin.is áskilur sér allan rétt til að breyta tilboðum eða taka tilteknar vörur eða vöruflokka úr sölu. Slíkt getur t.d. gerst vegna rangra upplýsinga frá Seljanda eða annarra utanaðkomandi þátta sem Skatabudin.is hefur ekki stjórn á.

Öll verð á vefsíðunni og útsendum póstum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

Skilmálar þessir ákvarðast af Skatabudin.is og koma fram á vefsíðunni skatabudin.is sem og á fylgiskjölum kvittunar. Skatabudin.is vekur sérstaka athygli á því að þessir skilmálar gilda einungis um viðskipti Kaupanda við skatabudin.is. Um viðskipti Kaupanda við Seljanda kunna að gilda aðrir skilmálar, settir af Seljanda, eða Seljanda og Kaupanda í sameiningu, sem munu þá liggja til grundvallar ef deilur eða ágreiningur rís vegna þeirra viðskipta.

Þær upplýsingar sem koma fram í skilmálum þessum koma fram á vefnum skatabudin.is og á fylgiskjölum kvittana. Um undantekningar skal semja sérstaklega við Seljanda.

Skatabudin.is selur ávísanir (kvittun fyrir kaupum) sem veitir Kaupanda rétt til þess að fá afhenda þá vöru eða þjónustu sem ávísunin (kvittun fyrir kaupunum) vísar til. Skatabudin.is ber þannig enga ábyrgð á gæðum þeirra vöru eða þjónustu sem keypt er og fer um það réttarsamband eftir þeim reglum og skilmálum sem gilda á milli Kaupanda og Seljanda.

Ef það kemur fram galli í þeirri ávísun sem skatabudin.is selur þá, ef galli er tilkominn vegna einhvers sem rekja má til skatabudin.is, rekstaraðila síðunnar eða aðila á hans vegum, þá á Kaupandi rétt á að fá bætt úr gallanum í samræmi við almennar reglur sem gilda um þau viðskipti. Kaupandi skal upplýstur um alla galla innan 3 daga frá móttöku keyptrar ávísunar og mun skatabudin.is upplýsa Kaupanda um úrbætur vegna gallans innan 30 daga frá því að kaup eiga sér stað.

Ef Kaupandi fær ekki afgreidda þá vöru eða þjónustu sem hin keypta ávísun veitir honum tilkall til, þá á Kaupandi rétt á endurgreiðslu.

Trúnaðarupplýsingar

Skatabudin.is heitir Kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem Kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni skatabudin.is. Aðeins eigendur og umsjónaraðilar vefsins hafa aðgang að þeim og utan þess sem krafist er til að koma á viðskiptum milli söluaðila og viðskiptavina síðunnar eru þær aldrei veittar þriðja aðila.

Öll vinnsla kreditkortanúmera á skatabudin.is er dulkóðuð og fara þær upplýsingar í gegnum heimasvæði Borgunar. Þegar kaupandi staðfestir kaup á skatabudin.is er heimild fengin fyrir viðkomandi upphæð.